Ríkisstjórn Sósíalistaflokksins í Grikklandi undir stjórn George Papandreou og stjórnarandstaðan landsins náðu ekki samkomulagi í dag um niðurskurð á ríkisútgjöldum og einkavæðingu ríkisfyrirtækja.

Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun vikunna að til stæði að selja án tafar hlutabréf í OTE símafyrirtækinu, Póstbankanum, hafnirnar í Aþenu og Thessaloniki og vatnsveituna í Thessaloniki.

Niðurskurður og einkavæðing er forsenda þess að næsta útborgun neyðarlána Evrópusambandsisn og Aljþjóðagjaldeyrissjóðsins  fari fram.

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður Evruhópsins sagði í dag að óvíst væri hvort AGS greiði næsta hluta lánsins út.

Lánveitendurnir tveir krefjast þess að breið samstaða náist um efnahagstillögurnar.  Ekki virðast miklar líkur á því.  Antoni Samaras leiðtogi Íhaldsmanna hefur hafnað hugmyndunum og segir þær myndu eyðileggja grískt efnahagslíf.