*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 19. október 2014 12:25

Óvissa um skráningu Prómens á markað

Engin svör fást um það hvort Prómens verði skráð á markað hér heima eða erlendis eða hvenær stefnt sé að skráningu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórn Prómens lýsti því yfir í nóvember í fyrra að stefnt væri að skráningu fyrirtækisins á markað í lok þessa árs. Töluverð óvissa virðist nú ríkja um þær fyrirætlanir. Prómens er í eigu Horns fjárfestingarfélags, sem á 49,91% hlut í félaginu og Framtakssjóðs Íslands, sem á 49,5% hlut. Nokkrir einstaklingar skipta með sér 0,59% hlut.

Hermann Már Þórisson er framkvæmdastjóri Horns og stjórnarformaður Prómens. Spurður hver staðan sé á skráningu og hvort það náist að skrá fyrirtækið á markað á þessu ári eins og stefnt var að svarar Hermann: „Ég bara veit það ekki. Undirbúningur er á fullu og allt tekur þetta sinn tíma.“

Spurður hvort líklegra sé að fyrirtækið verði skráð á næsta ári svarar hann: „Það hefur ekki verið gefið neitt út um það þannig að ég ætla ekki ræða það neitt frekar.“

Stikkorð: Promens