Stefnusmiðir í Bandaríkjunum leggja ofuráherslu á að þingið samþykki fyrirhugaðar björgunaraðgerðir fjármálaráðuneytisins á fjármálamörkuðum.

Flestir eru sammála um að brýnna aðgerða sé þörf en að sama skapi er deilt um hvort um sé að ræða rétt viðbrögð og enn ríkir óvissa um það hvernig ríkið verðleggur hin eitruðu veð sem losa á bankana við.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hvatti í gær þingmenn til að samþykkja björgunaraðgerð fjármálaráðuneytisins sem fyrst.

Í vitnisburði Bernanke fyrir bankanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings kom meðal annars fram að þrátt fyrir umsvifamiklar aðgerðir seðlabankans og fjármálaráðuneytisins til þessa ríkti sérstaklega mikil streita á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og ef þingið gripi ekki fljótt til aðgerða væri hætt við að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálamarkaði og bandaríska hagkerfið.

______________________________________

Nánar er fjallað um björgunaraðgerðirnar í Bandaríkjunum í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .