Mikil eftirvænting er meðal markaðsaðila um allan heim fyrir ræðu Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna sem hann mun halda í dag á fundi seðlabankamanna í Jackson Hole.

Sumir telja víst að Bernanke muni tilkynna um nýjan pakka til að örva bandarískt efnahagslíf.  Aðrir telja að seðlabankastjórinn muni reyna segja sem minnst.

Hvort sem verður er líklegt að markaðurinn muni bregðast hratt við orðum seðlabankastjórans og ræðan muni hafa áhrif á hlutabréfaverð næstu daga.

Hlutabréf hafa lækkað töluvert í dag í Evrópu og á Wall Street. Helstu vísitölur hafa lækkað um 2-2,5% í Evrópu og um 0,8-1,4% á Wall Street.

Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Erfitt er að spá fyrir hvort hlutabréf muni hækkað eða lækka í verði eftir ræðu Ben Bernanke seðlabankastjóra.