Uppgangur í Bandaríkjunum og Suður-Asíu mun vegast á við óvissu í efnahagsmálum í Evrópu á næstu misserum að mati Roberts Parker, aðalráðgjafa fjárfestingarsviðs Credit Suisse. Parker hélt erindi á fundi eignastýringar MP banka í vikunni og fór þar yfir hvað er að gerast í hagkerfi heimsins og hvaða stöður Credit Suisse er að taka á hinum ýmsu mörkuðum.

Stóra spurningarmerkið að mati Parkers snýr að Evrópu. „Þar held ég ekki að við séum að horfa upp á kreppu sem kemst nálægt skuldakreppunni eða bankakreppunni. Okkur sýnist að hættan á alvarlegum vanda í bankakerfinu sé lítil, viðskiptajöfnuður evrulandanna er nálægt jafnvægi og töluverður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum. En fyrst allir þessir þættir eru í lagi hver er þá vandinn í Evrópu? Í fyrsta lagi er töluverð hætta á verðhjöðnun í Evrópu, í öðru lagi er eftirspurn ekki nægileg í álfunni og þá er ég bæði að tala um almenna eftirspurn og einnig eftirspurn eftir lánsfé.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .