Samkvæmt bandaríska blaðinu The Wall Street Journal eru fjórtán vikur síðan fyrirtæki tókst að afla sér meira en 100 milljóna dala í frumútboði í Evrópu. Ástandið hefur,að sögn, ekki verið verra síðan árið 1993. Síðasta útboðið sem braut 100 milljóna dala múrinn var þegar spænski bankinn Caja de Ahorros del Mediterráneo sótti sér 374 milljónir dala í útboði í kauphöllinni í Madríd. Útboðið fór fram 22. júlí en Wall Street Journal hefur eftir bankamönnum að síðan þá hafi mikið gengisflökt, flótti úr fjárfestingarsjóðum og dekkri horfur í vaxtarmöguleikum fyrirtækja nánast gengið af möguleikum fyrirtækja til þess að sækja sér fé gegnum frumútboð dauðum.

Frumútboð möguleg í síðustu niðursveiflu

Bandaríska blaðið hefur eftir Peter Günthardt, einum af yfirmönnum fyrirtækjasviða UBS í Evrópu, að í síðustu niðursveiflu hafi almennt verið hægt að ráðast í frumútboð fyrir hönd fyrirtækja á ákveðnu verði. Hins vegar hafi ástandið verið með þeim hætti undanfarið að ómögulegt sé að verðleggja nýtt hlutafé.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .