Það að Bandaríkjadalur hefur fallið um 43% frá því að hann náði hæstu hæðum gegn evru er til marks um að leiðrétting á hnattrænu ójafnvægi í alþjóðahagkerfinu er hafin. Viðskiptahalli Bandaríkjanna miðað við þjóðarframleiðslu þar í landi og heildarframleiðslu í alþjóðahagkerfinu fer nú minnkandi. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að það muni draga úr hinum mikla afgangi sem er á viðskiptajöfnuði ríkja í Asíu, sérstaklega ef merkjanlegur samdráttur verður í Bandaríkjunum í kjölfar endaloka fasteignabólunnar.

Sem stendur finnur Evrópa fyrir mestum sársauka vegna þessarar leiðréttingar: evran hefur styrkst mest og hraðast gagnvart Bandaríkjadal. En hagkerfi Rómönsku-Ameríku og Asíu munu einnig  finna fyrir óþægindunum þar sem  Bandaríkin eru að ljúka áratuga löngu hlutverki sínu sem þrautakaupandi útflutningsvarnings (e. importer of last resort) í alþjóðahagkerfinu.

Lesið meira  í helgarblaði Viðskiptablaðsins.