„Við sjáum vonandi fram á að það leysist á næstunni,“ sagði Stefán Ágúst Magnússon, fráfarandi aðstoðarforstjóri Eimskipafélagsins [ HFEIM ], á afkomufundi félagsins í morgun um lánsábyrgð Eimskipafélagsins á lánum til þeirra sem keyptu XL Leisure Group í árslok 2006. „En við erum hvorki með dagsetningu né upphæð á lánstryggingunni – hvort það verði með öllu eða að hluta,“  sagði hann.

„Í sjálfum sér erum við ekki að gefa neitt út um hver niðurstaðan verður. En hún kemur fljótlega,“ sagði Stefán Ágúst.

Fjárhæð þessa láns sem Eimskipafélagið ábyrgist er 280 milljónir dollara.

Leysa átti Eimskipafélagið að fullu úr ábyrgðum 5. mars síðastliðinn, þvínæst samdist um að það yrði gert  í  byrjun maí. En það hefur enn ekki gengið eftir.  Stjórnendur Eimskipafélagsins hafa sagt að órói á fjármálamarkaði valdi þessum töfum.

Þeir sem leiddu yfirtökuna á XL Leisure Group eru Philip Wyatt, forstjóri XL félagsins, Magnús Stephensen, aðstoðarforstjóri XL Lþess og stjórnendur dótturfélaga. Kaupverðið var 450 milljónir dollara sem á þeim tíma var um 30,6 milljarðar króna. Bókfærður hagnaður af sölunni nam 7,3 milljörðum króna, sem rann til Avion Group. En á þeim tíma var Avion Group móðurfélag Eimskipafélagsins.

Aukin heldur ábyrgist Eimskipafélagið 185 milljón dollara lán til Air Atlanta fram í lok október.