Erfitt hefur reynst að fá nokkra staðfestingu á forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag um að Rio Tinto Alcan sé hætt við stækkun í Straumsvík. Þá sagði Össur Skaprhéðinsson iðnaðarráðherra á Alþingi í  morgun að þessar upplýsingar væru ekki allskosta réttar.

Framleiðslugeta álversins í Straumsvík átti að fara úr 185 þúsund tonnum í 225 þúsund tonn samkvæmt þeim viðræðum sem hafa verið í gangi. Eftir því sem komist verður næst hefur ekki verið sett stopp á þær viðræður.

Í frétt Fréttablaðsins sagði einnig að hætt væri við álver Alcoa á Bakka. Nokkuð er síðan viljayfirlýsing vegna framkvæmdanna rann út þannig að orkuseljendur hafa haft heimild til að ræða við aðra á meðan.

//