Pálmar Þorsteinsson
Pálmar Þorsteinsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort mikil aukning á milli ára á kortaveltu ferðamanna á Íslandi stafi af verðbreytingum eða magnbreytum að sögn Pálmars Þorsteinssonar, sérfræðings hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV).

Í vikunni kom út ný útttekt frá RSV um greiðslukortaveltu íslenskra og erlendra ferðamanna hér á landi og má sjá hlutfallslega aukningu í öllum flokkum sem teknir voru til skoðunar. Flokkarnir eru gistiþjónusta, veitingaþjónusta, bílaleigur, verslun og menningar-, afþreyingar- og tómstundarstarfsemi. Framkvæma þarf nánari útttekt á kortaveltunni til að sjá hvort um magn- og/eða verðbreytingar sé að ræða segir Pálmar.

Aukning í öllum flokkum

Hlutfallsleg aukning er í öllum flokkum þegar kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þannig má t.d. sjá að erlend kortavelta bílleiga jókst um 77%, safna og gallería um 63% og vegna tónleika og leikhúss um 38% á tímabilinu.

Kortavelta Íslendinga vegna ferðategdrar þjónustu innanland það sem af er þessu ári er u.þ.b. 6% minni en á sama tímbili í fyrra. Undir þennan flokk fellur gistiþjónusta, farþegaflutningar með flugi og ýmis ferðaþjónusta. "Við erum að draga ályktanir varðandi innlenda ferðamenn en farþegaflug getur t.d. verið í viðskiptatilgangi eða öðrum tilgangi," segir Pálmar.

Peningaúttektir með í næstu úttekt

Engar upplýsingar eru um peningaúttektir ferðamanna í úttekt RSV en til stendur að bæta þeim við næstu útgáfu  að sögn Pálmars, en til stendur að birta veltutölur mánaðarelga á vef RSV: „Peningaúttektir verða viðbótarflokkur við úttektina en hægt er að áætla umfang þeirra með því að skoða göng frá Seðlabankanum en þau eru ekki alveg sambærileg því Seðlabankinn horfir á uppgjörstímabilið en við förum eftir kaupdegi," segir Pálmar í samtali við vb.is.