*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Erlent 21. maí 2018 14:55

Óvíst hvort hléið muni endast

Prófessor við Cornell háskóla í Bandaríkjunum er óviss um áhrif yfirlýsingarinnar til langs tíma litið.

Ritstjórn
Donald Trump og Xi Jinping
epa

Nýverið gerðu Kína og Bandaríkin hlé á viðskiptadeilum sínum líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá. En Kínverjar samþykktu að kaupa umtalsvert meira frá Bandaríkjunum til að tryggja viðskipti milli landanna. 

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna Steven Mnuchin sagði á sunnudaginn að viðskiptastríðinu hafi verið slegið á frest og róaði sú yfirlýsing áhyggjur margra fjárfesta. 

Donald Trump hafði áður hótað að setja allt að 150 milljarða toll á kínverskan innflutning og gaf Peking út að því yrði svarað í sömu mynt. 

Eswar Prasad prófessor í viðskiptastefnum við Cornell háskólann í Bandaríkjunum sagði í samtali við Bloomberg að þetta þýði þó ekki grundvallarvandamálið sé leyst þó svo yfirlýsing Mnuchin hafi vissulega róað fjárfesta. 

Lois Kuijs, aðalhagfræðingur hjá Oxford economics í Hong Kong, tekur í sama streng og segir að yfirlýsingin hafi verið stutt og almenn. Hún hafi ekki náð að létta af undirliggjandi þrýsting milli ríkjanna. 

Stikkorð: Bandaríkin Kína Bandaríkin Kína