Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir kvótafrumvarp sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag síðasta tækifærið til að klára málið á þessu kjörtímabili. Hann vill ekki segja hvort mögulegt verði að ljúka málinu fyrir vorið.

Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Steingrímur hafi tekið málið aftur til umfjöllunar eftir andstöðu við það í þingflokki Samfylkingarinnar. RÚV segir fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu. Sú helsta snýr að því að þar er lagt til að á hverju fiskveiðiári skuli ráðherra skipta heildaraflamarki nytjastofna sem lúta að veiðitakmörkunum í tvo flokka.

Steingrímur sagði markmiðið að koma frumvarpinu sem fyrst í nefnd.