Óvíst er hvort staða framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins verði auglýst. Stjórn samtakanna mun funda um málið í fyrramálið. Orri Hauksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, sagði starfi sínu lausu fyrir helgi en hann hefur verið ráðinn forstjóri fjarskiptafélagsins Skipta.

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins, segir í samtali við Ríkisútvarpið, að ekki sé ljóst hvert framhaldið verði.

„Stjórn samtaka Iðnaðarins hittist á morgun til að fara yfir þessa nýju stöðu sem er komin upp, hvernig framhaldið verði," segir Svana Helen í viðtali á Rúv. „Það hefur ekkert verið ákveðið hvort við auglýsum stöðuna eða ekki. Við teljum mjög mikilvægt að þetta sé gagnsætt ferli og þetta sé rétt gert. Þess vegna fer ekkert í gang fyrr en stjórnin hittist á morgun."