Skuldavandi evruríkjanna er slíkur að ekki er víst að 25 punkta lækkun stýrivaxta evrópska seðlabankans muni gera þeim gagn. Þetta fullyrðir Stephanie Flanders, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins (BBC). Hún bendir á það í pistli sínum í gær eðlilegt að gengi evrunnar hafi lækkað gagnvart öðrum gjaldmiðlum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í gær þegar vextir á evrusvæðinu voru færðir niður í 0,5%. Gengislækkun evrunnar mun að hennar mati nýtast evruríkjunum ætli þau að keyra efnahagslíf landanna upp úr samdráttarskeiðinu.

Flanders segir marga hafi horft til þess að Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, myndi boða öllu harkalegri aðgerðir gegn neikvæðum áhrifum kreppunnar á evrusvæðinu, s.s. fært vaxtastig neðar sem myndi leiða til neikvæðra vaxta og banka og fjármálafyrirtæki því þurfa að greiða með sér þegar þeir leggja pening inn hjá evrópska seðlabankanum.

Máli sínu til stuðnings bendir Flanders m.a. á að hvað sem öðru líður þá hafi evrópski seðlabankinn verið svifaseinn í gegnum tíðina og stýrivextir á evrusvæðinu síðustu misserin verið hærri en í öðrum löndum, s.s. í Bandaríkjunum og Japan.