Óvíst er hvað gerist þegar skipunartími Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, rennur út eftir áramótin. Hann tók við stóli seðlabankastjórans af Alan Greenspan árið 2006 og situr nú sinn annan skipunartíma. Breska dagblaðið Financial Times segist hafa heimildir fyrir því að svo kunni að fara að svo kunni að fara að hann muni ekki sækjast eftir því að sitja áfram eftir að skipunartími hans rennur út í janúar eða hann verði beðinn um að fara frá. Niðurstöður forsetakosninganna skipta þar miklu máli um það hvernig fer en Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana, hefur litist illa á það hvaða ráðum seðlabankinn bandaríski hefur beitt til að slá á fjárkreppuna. Ekki síst eru það aðgerðir bankans til að örva efnahagslíf landsins sem fer í Mitt Romney.

Financial Times og aðrir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times , segja svo jafnvel geta farið að Bernanke muni ekki sitja áfram þótt Barack Obama tryggi sér forsetastólinn í næsta mánuði.