Þýsk stjórnvöld hafa tekið harða afstöðu til mögulegrar fríverslunar við Bretland ef landið gengur úr Evrópusambandinu, en Markus Kerber, sem stýrir hinum mikilvægu þýsku iðnaðarsamtökum BDI segir slíkar aðgerðir óviturlegar.

Kerber segir að endurupptaka tolla væru „endurvarp til tíma sem við héldum að við hefðum skilið eftir á áttunda áratugnum,“ og það að væru óviturlegt á 21. öldinni að setja upp tolla milli ESB og Bretlands ef landið gengi úr sambandinu.

Fækkun starfa en út þýðir út

„BDI myndi hvetja stjórnmálamenn að tryggja að hægt væri að hafa verslunarfyrirkomulag sem myndi viðhalda því verslunarstigi sem við höfum, þó það yrði erfiðara,“ sagði hann ásamt því að segja að upptaka tolla myndi leiða til fækkunar starfa í bæði Þýskalandi og Bretlandi.

Þeir sem berjast fyrir útgöngu Bretlands segir að landið þurfi ekki að vera hluti af markaði sambandsins, en fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaueuble, segir að ef landið færi úr sambandinu þýddi það að landið hefði ekki lengur aðgang, „út þýðir út.“