Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3% í janúar á milli mánaða eftir að hafa dregist saman um 0,3% í desember frá fyrri mánuði. Aukningin er rakin til kaupa á bifreiðum, fatnaði og eldsneyti að sögn fréttaveitu Bloomberg.