Ford Motor Co hagnaðist óvænt um 525 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður í Evrópu og Suður-Ameríku vann upp tap fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Ford hefur nú boðið 54.000 starfsmönnum bíliðnaðarins starfslokasamning í Bandaríkjunum, en munu á næstunni reyna að fækka starfsmönnum í ákveðnum verksmiðjum fyrirtækisins. 4.200 starfsmenn hafa samþykkt starfslokasamning. Fyrirtækið hefur eins og önnur bílafyrirtæki átt í vandræðum með tap á markaðshlutdeild og vegna skyndilegrar breytingar á eftirspurn.

Fyrirtækið tapaði 2,7 milljörðum Bandaríkjadala á árið 2007 og 12,6 milljörðum 2006. Þeir hafa minnkað framleiðslugetu sína til að mæta minnkandi markaðshlutdeild og aukinni eftirspurn eftir litlum sparneytnum ökutækjum.

Samkvæmt frétt Reuters bjuggust greiningaraðilar að meðaltali við því að Ford myndi tilkynna um tap upp á 14% á hlut. Hagnaður fyrirtækisins varð hins vegar 20% á hlut. Hlutabréf í Ford hækkuðu um 5,1% á miðvikudag.