Nyhedsavisen, sem er í eigu  danska fjárfestisins Morten Lunds (51%)  og Stoða Invest (49%) - sem er í eigu helstu eigenda Baugs - vantar nauðsynlega fjármagn á bilinu 1,6 til tveggja milljarða íslenskra króna til þess að haldi úti rekstri blaðsins út þetta ár.

Blaðið þarf þó í raun  umtalsvert meira eða allt 4,4 milljörðum til þess að komast í ásættanlega stöðu.

Morten Lund hefur að undanförnu leitað nýrra fjárfesta, þ.aá.m. til forstjóra Saxo Bank, til þess að leggja blaðinu til nýtt fé en kemur slyppur og snauður úr þeirri ferð.

Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Børsen um stöðu Nyhedsavsien í dag en í henni er vísað til nýrrar viðskiptaáætlunar Nyhedsavisen sem hafi verið kynnt hugsanlegum fjárfestum.

Í henni, segir Børsen, er reiknað með 70% hækkun verðs fyrir heilsíðuauglýsingar, eða úr 11 í 19 þúsund danskar krónur. Takist það og að fá um 300 milljónir danskra króna (4,9 milljarða) í nýtt fé á rekstur Nyhedsavsien að komast á núllið í lok ársins.

Sem fyrr segir virðist Morten Lund ekki hafa tekist að sannfæra fjárfesta með hinni nýju áætlun og sérfræðingar sem Børsen ræðir við segja umrædda hækkun auglýsingaverðs algerlega óraunhæfa.

Hefur kostað eigendur fast að 10 milljörðum

Ljóst  má vera að ef rétt er að Morten Lund og um leið Stoðum Invest hafi ekki og muni ekki takast að fá fjárfesta til að leggja Nyhedseavisen til nýtt þurfa eigendurnir sjálfi, þ.e. Lund og Stoðir, að gera það sjálfir.

Og ef þeir geta það ekki þá þurfa þeir væntanleg að selja Nyhedsvisen, ef hægt er, eða losna við það með öðrum hætti. Eða íallra  versta falli að keyra það í þrot.

Óvissan um framtíð Nyhedsavsien, sem kostað hefur eigendurna nær 10 milljarða íslenskra króna, hefur því sjaldan verið meiri en nú segir Børsen.