Samkvæmt lista Times Higher Education, yfir bestu háskóla heims árið 2016, þá er hinn sögufræði Oxford-háskóli sá besti í heimi. Árið áður sat California Institute of Technology í efsta sæti, en fellur háskólinn niður um sæti og vermir annað sæti listans.

Stanford-háskóli situr í þriðja sæti listans eins og árið 2015. Cambridge vermir hins vegar það fjórða og þar á eftir kemur MIT skólinn.

Allir skólar í efstu 10 sætum listans voru annað hvort bandarískir eða breskir fyrir utan ETH Zurich, sem situr í áttunda sæti listans.

Helmingur í Bandaríkjunum

Helmingur af skólunum í efstu 50 sætum listans eru staðsettir í Bandaríkjunum.

Sá háskóli sem er hæst á listanum, sem staðsettur er utan hins vestræna heims er NUS - eða ríkisháskóli Síngapúr, sem er í 24. sæti listans. Háskólinn í Peking er í 29. sæti listans.


Listinn tekur mið af hinum ýmsu þáttum í vali sínu þar á meðal lærdómsumhverfi, gæði rannsókna háskólanna, orðspor þeirra og tekjur.