Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Oz hyggst opna fyrir þjónustu sína í Póllandi í sumar og í kjölfarið verður slíkt hið sama gert í Síle í Suður-Ameríku. Undanfarin misseri hefur sjónvarpslausn Oz, sem felur í sér dreifingu á sjónvarpsstöðvum og efni í gegnum internetið yfir snjalltæki, verið í þróun hér á landi.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri vöruþróunar fyrirtækisins, segir að með Oz sé verið að vega upp á móti veikleikum sjónvarpsdagskrár en jafnframt að nýta styrkleika hennar.

„Þetta er hugmyndafræði sem gengur út á að fullkomna upplifunina af sjónvarpi. Við lítum á dagskrársjónvarp sem mikil verðmæti. Þar eru sterk vörumerki eins og Stöð 2, MTV auk annarra. Þau eru að búa til efni undir sínum vörumerkjum en þar er búið að flokka og velja efnið fyrir notandann. Dagskráin hefur ýmsar takmarkanir og þú þarft að laga þig að dagskránni,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .