*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 6. september 2018 11:30

OZ tapar 157 milljónum

Tap OZ dróst saman um 22 milljónir króna milli ára.

Ritstjórn
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ.
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ ehf. tapaði 157 milljónum króna á síðasta ári miðað við 179 milljón króna tap árið 2016 og dróst tap fyrirtækisins því saman um 22 milljónir króna milli ára.

Rekstrartekjur félagsins námu 96 milljónum króna og voru óbreyttar milli ára. Rekstrarkostnaður nam 252 milljónum og lækkaði um 23 milljónir króna milli ára.

Kári Steinn Kárason, fjármálastjóri OZ sagði við Viðskiptablaðið í mars að tekjuvöxtur félagsins hafi verið stöðugur. Félagið hafi lagt áherslu á vöruþróun og því skilað tapi en félagið geri ráð fyrir jákvæðum rekstrarniðurstöðum áður en langt um liði.

Eignir félagsins námu 119 milljónum króna, skuldir 45 milljónum króna og eigið fé 73 milljónum króna um síðustu áramót. Á árunum 2014-2017 aflaði félagið sér ríflega milljarðs króna í hlutafé til að standa undir rekstri félagsins.

Stikkorð: OZ uppgjör
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is