Tæplega 400.000 miðar hafa selst á leikritið Oabbinn í yfir 20 löndum. Bjarni Haukur Þórsson samdi leikritið og setti upp í Iðnó í janúar 2007. Í dag rekur hann fyrirtæki sem selur verk hans erlendis þar sem hann er í sumum tilvikum meðframleiðandi.

Tekjur af sýningunni eru nú í kringum 1,3 milljarða íslenskra króna og segir Bjarna þær tekjur eflaust eftir að aukast. „Þegar maður sá hvert stefndi með íslensku sýninguna þá fann maður áhugann hjá erlendum framleiðendum."

Nánar er rætt við Bjarna Hauk um útrás Pabbans í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.