Vatíkanið ætlar að höfða mál vegna mynd sem tískuhúsið Benetton hefur birt af Benedikt XVI páfa í að því sem virðist innilegum kossi með þekktum múslimaklerki. Myndin er hluti af auglýsingaherferð.

Myndin hefur farið mjög fyrir brjóstið á mönnum í Páfagarði, að sögn BBC.

Benetton hefur langt í frá farið hefðbundnar leiðir í auglýsingum og hafa margar auglýsingar fyrirtækisins farið fyrir brjóstið á mörgum. Núna tekur Benetton mjög hugað skref með því að reyna að vekja athygli með því að láta þekkta þjóðar- og trúarleiðtoga kyssast. Barack Obama er sýndur kyssa Hu Jintao, leiðtoga Kínverja og Hugo Chávez leiðtoga Venezuela. Einnig sýnir ein auglýsingamyndin Angelu Merkel kyssa Nicolas Sarkozy.