Frans páfi hefur veitt Franz-Peter Tebartz-van Elst, biskup í Limburg í Þýskalandi, tímabundið leyfi frá störfum og sett annan í hans stað. Ástæðan er gagnrýni á gífurlegum kostnaði við byggingu nýs biskupsseturs. Kostnaðurinn er kominn í 31 milljón evra, jafnvirði tæpra 5,2 milljarða íslenskra króna.

Páfi ætlar hins vegar ekki að sparka honum, eins og margir krefjast. Eftirmaður van Elst átti að taka við á nýársdags á næsta ári. Breytingunni var hins vegar flýtt vegna mikilla útgjalda „lúxusbiskupsins,“ eins og van Elst hefur verið kallaður.

Bandaríska dagblaðið The New York Times segir páfa hafa ákveðið að setja biskupinn til hliðar eftir að þeir funduðu um útgjöld biskupsembættisins í síðustu viku ásamt erkibiskupinum yfir Þýskalandi. Dagblaðið segir að biskup van Elst hafi haldið því fram að kostnaðurinn hafi skrifast á 10 verkefni auk þess sem kostnaðurinn hafi rokið upp þar sem dýrara hafi reynst að fara eftir reglugerðum um friðuð hús.