Frans páfi hefur ákveðið að herða baráttuna gegn spillingu í Vatíkaninu með því að efla eftirlit með banka Vatíkansins. Með þessu vill Frans páfi koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Páfinn skipaði nýlega nefnd til að gera úttekt á banka Vatíkansins en nefndin mun skila honum skýrslu persónulega um það mál.

Vatíkanið frysti í síðasta mánuði bankareikning Nunzio Scarano, háttsettan embættismann í Vatíkaninu, sem grunaður er um að hafa átt aðild að peningaþvætti. Ítalska lögreglan handtók hann og tvö aðra í júní þegar þeir reyndu að framkvæma ólöglega 20 milljóna evra millifærslu. Upphæðin nemur 3,1 milljarði íslenskra króna.

Á vef BBC má lesa meira um málið .