Páfagarður hefur tekið tæknina í sína þágu en Benedikt páfi 16. mun birta fyrsta tístið á Twitter um miðjan dag í dag. Þeir sem áhuga hafa á trúmálum geta sent inn fyrirspurnir um bókstaflega allt á milli himins og jarðar og munu fulltrúar Vatíkansins svara.

Fram kemur í fréttum breska dagblaðsins Guardian um málið að þótt páfi muni ekki sitja sjálfur við lyklaborðið þá verði það sem birtist á netinu hans eigin orð.

Viðskiptablaðið greindi frá því um helgina að páfinn væri kominn á nýjan bíl. Ekki fylgdi þeirri frétt hvort bíllinn væri nettengdur.