Áætlað er að skera niður að miklum hluta starfsemi Vatíkan banks sem hluta af áætlun Frans páfa um að láta kaþólsku kirkjana einbeita sér að þeim fátæku sem þurfa aðstoð. Bankinn verður yfirfarinn bráðlega og þá er búist við að bankinn sem er 127 ára gamall muni minnka við sig eignastýringu.

Bankinn sem hefur í áratugi verið þekktur fyrir spillingu og slæman rekstur, sem hefur unnið gegn orðspori Vatíkansins, mun snúa sér aftur til upprunalega hlutverk sína að senda fjármuni í trúboðastarf og til annarra kirkja víðsvegar um heiminn.

Frans páfi hefur nú þegar unnið að því að hreinsa til í efnahagskerfi Vatíkansins með því að stofna sterka stjórnardeild fyrir hagkerfið og seðlabankann. Hann hefur einnig ráðið alþjóðlega bankastarfsmenn í ráðgjöf. Einnig hefur þeim sem fá að eiga bankareikning hjá Vatíkaninu verið fækkað en áætlað er að 18.900 bankareikningar séu nú í bankanum.