Frans páfi er umtalaðasti maður í heimi. Fleiri hafa spjallað um páfann á internetinu en Edward Snowden, Kate Middleton eða jafnvel ótuktina hana Miley Cyrus. Þetta sýnir fjórtánda rannsókn Global Language Monitor, sem fylgist með umfjöllun um fólk á netinu.

GLM segir að niðurstaða þeirra byggist á greiningu á enskum bloggsíðum, samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. Rannsókn GLM skiptist í þrjá flokka; algengustu orðin, algengustu setningarnar og algengustu nöfnin.

Á eftir Frans voru þetta vinsælustu nöfnin á internetinu samkvæmt niðurstöðu GLM

  • 2. Obamacare
  • 3. The National Security Agency
  • 4. Edward Snowden
  • 5. Kate Middleton