Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) lýsti því yfir í gær að stjórnvöld í Pakistan hefði óskað eftir viðræðum um hvernig þau geta tekist á við hina alþjóðlegu fjármálakreppu og að viðræður um málin munu hefjast á næstu dögum.

Samkvæmt tilkynningu frá sjóðnum þá munu viðræðurnar snúast um hvernig megi koma á stöðugleika í pakistanska fjármálakerfinu og endurreisa traust á hagkerfi landsins.

Engar upphæðir varðandi hugsanlegar lánveitingar hafa verið nefndar.