Sarah Palin, sem bauð sig fram ásamt John McCain árið 2008 og tapaði kosningunum fyrir Barack Obama, hefur nú lýst yfir stuðningi sínum við forsetaframboð Donald Trump fyrir Repúblikanaflokkinn.

Palin hefur sagt sig úr heimi stjórnmálanna í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir að hún starfi nú við margmiðlun er hún þó mikilvægur áhrifavaldur í huga margra Bandaríkjamanna. Því er líklegast að stuðningur hennar við Trump verði honum líklega til fylgisaukningar.

Hún kom fram á ræðufundi Trump í Iowa og sagði meðal annars að Trump væri reiðubúinn að „taka rækilega á ISIS” (e. kick ISIS’ ass).

Trump segist stoltur að hafa hlotið stuðning Palin. Hann sagði hana vera fjárhagslega skynsama og vera fylgjandi bannsettningu fóstureyðinga (e. pro-life). Auk þess sagði hann Palin trúa á minna ríkisvald sem leyfir frelsi og viðskiptum að blómstra.