*

laugardagur, 4. júlí 2020
Fólk 15. maí 2018 13:01

Pálína hættir framkvæmdastjórn hjá Eik

Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags, Pálína Gísladóttir, sem var ráðin síðasta sumar, hefur sagt upp.

Ritstjórn
Pálína Gísladóttir hefur hætt störfum sem framkvæmdastjóri hjá Eik fasteignafélagi.
Eva Björk Ægisdóttir

Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu.

Pálína var ráðin til starfa hjá félaginu í júnímánuði síðasta sumar, en hún tók við af Arnari Hallssyni. Viðskiptablaðið ræddi við Pálínu um nýja starfið og starfsferilinn.

Leit að eftirmanni Pálínu mun hefjast innan tíðar en hún mun áfram sinna verkefnum sviðsins og aðstoða við að koma nýjum einstaklingi í starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Eikar til kauphallar Nasdaq á Íslandi.