Útgefendur skulu gæta þess að birta ekki upplýsingar um niðurstöður útboða þannig að þær endurspegli eftirspurn með röngum eða misvísandi hætti. Þetta kemur fram í ábendingu frá Fjármálaeftirlitinu um framkvæmd hlutafjárútboða sem birt var í ágúst. Það vakti athygli að ekki voru gefnar upp upplýsingar um heildareftirspurn eftir bréfum í N1, sem skráð var á markað í morgun, líkt og gert var í útboðum hjá TM og vís fyrr á árinu.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að hægt sé að skoða aðrar leiðir svo þessar upplýsingar komi fram.