Mikil lækkun hlutabréfaverðs á Íslandi það sem af er ári mun líklega ekki draga úr áhuga fjárfesta á því að afla fjár með nýskráningum fyrirtækja á markað, að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Bloomberg-fréttaveitan fjallar um stöðuna á hlutabréfamarkaðnum hér á landi eftir hrunið fyrir sex árum og lækkunina upp á síðkastið.

Hlutabréfavísitalan OMXI6ISK hefur lækkað um meira en 10 prósent það sem af er ári. Páll segist telja lækkuna skýrast af minni hagnaði skráðu fyrirtækjanna en vænst var.

Páll segist í samtali við Bloomberg búast við því að rúmlega 40 fyrirtæki verði skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar á næstu fimm árum. Fyrir liggur að Sjóvá og HB Grandi verði fljótlega skráð á markað.