Ríkisútvarpið fær hátt í 400 milljónir króna í auknar tekjur, verði frumvarp sem samið er af nefnd mennta- og menningarmálaráðherra að lögum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að gert sé ráð fyrir að Ríkisútvarpið fái að fullu það útvarpsgjald sem ríkið innheimtir og að það muni skila liðlega 600 milljónum umfram framlög RÚV á fjárlögum. Á móti verði RÚV af ríflega 200 milljónum vegna frekari takmörkunar á sölu auglýsinga í sjónvarpi.