Fjögur íslensk fyrirtæki eru skráð á First North markaðinn hér á landi sem er starfræktur til hliðar við aðalmarkað. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að með því að rýmka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna í óskráðum fyrirtækjum megi búast við fjölgun á First North. Í Svíþjóð blómstri sá markaður og dæmin sýni að þetta sé gott tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

VB Sjónvarp ræddi við Pál.