Páll Matthíasson var i dag settur forstjóri Landsspítalans til sex mánuða. Hann segir meginverkefnið vera að huga að innra starfi spítalans. Hann segir það vera of snemmt að ákveða hvort hann muni sækja um stöðuna sem auglýst verður á þessum sex mánuðum.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali fyrr í dag að nýr forstjóri þyrfti að njóta trausts, innan sem utan veggja spítalans.

VB sjónvarp ræddi við Pál.