Páll Magnússon útvarpsstjóri gerir engar athugasemdir við það að Alþingis tilefni stjórnarmenn Ríkisútvarpsins. Frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var lagt fram á Alþingi í síðustu viku. Í núverandi lögum sem samþykkt voru í mars er kveðið á um að ráðherra velji formann stjórnar RÚV, starfsmenn RÚV einn áheyrnarfulltrúa í stjórn og hinir fimm tilnefndir af valnefnd sem skipuð er af fulltrúa ráðherra, Alþingi, Bandalagi íslenskra listamanna og Samstarfsnefnd háskólastigsins. Í frumvarpi ráðherra er hins vegar kveðið á um að allir fulltrúar verði tilnefndir með kosningu á Alþingi.

Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a. að núgildandi fyrirkomulag að fela valnefnd að tilnefna fimm stjórnarmenn sé ólýðræðislegt og ógagnsætt.

Páll segir hins vegar í umsögn sinni að hann geri engar athugasemdi við þetta.

Í umsögn hans segir orðrétt:

„Undirritaður gerir enga athugasemd við að Alþingi tilnefni stjórnarmenn Ríkisútvarpsins.

Bestu kveðjur,

Páll Magnússon“