Páll Harðarson, forstjóri OMX´á Íslandi, segir í Fréttablaðinu í dag að frumvarp um hertar reglur með gjaldeyri, sem samþykkt var á Alþingi í nótt, muni rýra traust manna á Íslandi og sér sýnist aðgerðin vera algjörlega ónauðsynleg. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. Sér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem séu á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. "Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð," segir Páll við Fréttablaðið.