*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 4. nóvember 2011 09:44

Páll Harðarson: Rétt að refsa fyrir launahækkanir

Síðustu kjarasamningar leiddu til þess að verðbólga hefur aukist. Rétt að miða við hærri verðbólgu, segir forstjóri Kauphallarinnar.

Ritstjórn
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir rétt að refsa aðilum vinnumarkaðarins fyrir of miklar launahækkanir í síðustu kjarasamningum.
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Það var rétt hjá Seðlabankanum að refsa aðilum vinnumarkaðarins," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann tók undir með Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans, sem á fundi Viðskiptaráðs um Peningamál gagnrýndi launahækkanir í síðustu kjarasamningum í fyrra. Hann setti hins vera fyrirvara við peningastefnu Seðlabankans sem halda á verðlagi stöðugu með verðbólgumarkmiðum.

Páll taldi Seðlabankann líklega elta röng markmið, réttara væri að hækka verðbólgumarkmið Seðlabankans.