„Það var rétt hjá Seðlabankanum að refsa aðilum vinnumarkaðarins," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann tók undir með Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans, sem á fundi Viðskiptaráðs um Peningamál gagnrýndi launahækkanir í síðustu kjarasamningum í fyrra. Hann setti hins vera fyrirvara við peningastefnu Seðlabankans sem halda á verðlagi stöðugu með verðbólgumarkmiðum.

Páll taldi Seðlabankann líklega elta röng markmið, réttara væri að hækka verðbólgumarkmið Seðlabankans.