*

laugardagur, 18. janúar 2020
Innlent 6. september 2019 09:54

Páll kveður Kauphöllina

Forstjóri Kauphallar Íslands, Páll Harðarsson, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq.

Ritstjórn
Páll Harðarson hefur gengt stöðu forstjóra Nasdaq á Íslandi frá síðan 2011.
Haraldur Guðjónsson

Páll Harðarson hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq og mun taka sæti í framkvæmdastjórn European Markets en undir hana falla allir markaðir Nasdaq í Evrópu. Páll, sem hefur gengt stöðu forstjóra Nasdaq á Íslandi síðan 2011 og starfað í Kauphöllinni frá árinu 2002, tekur við nýju starfi 1. október næstkomandi. 

Páll hefur auk þess verið hluti af framkvæmdastjórn Post Trade hjá Nasdaq og situr í stjórn Nasdaq CSD (verðbréfamiðstöð Nasdaq í Evrópu) sem og stjórnum Nasdaq kauphallanna þriggja í Eystrasaltsríkjunum. Þá hefur Páll gegnt mörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum í gegnum tíðina. Hann er hagfræðingur með doktorsgráðu frá Yale háskóla.