Páll Matthíasson, settur forstjóri Landspítalans, er einn fjögurra umsækja um forstjórastöðuna. Staðan var auglýst laus til umsóknar í janúar. Aðrir umsækjendur eru Heimir Guðmundsson, Lýður Árnason og Sveinn Ívar Sigríksson. Páll var settur forstjóri í septemberlok í fyrra eftir að Björn Zoëga sagði óvænt starfi sínu lausu.

Fram kemur á vef velferðarráðuneytis að hæfni umsækjenda verður metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra. Ráðherra mun svo skipa í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. apríl næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út 21. febrúar. Umsækjendur eru.