Páll Magnússon, fráfarandi útvarpsstjóri, er með 12 mánaða uppsagnarfrest og fær því greidd laun þann tíma. Laun Páls nema samtals 1.220.777 krónum á mánuði. Frá þessu er greint á vef Mbl.is. Árslaun Páls nema því tæpum 15 milljónum króna.

Laun útvarpsstjóra eru ákvörðuð af Kjararáði og nýjasti úrskurður er frá 29. júní síðastliðnum. Fram kemur í úrskurði Kjararáðs að ef útvarpsstjóri kjósi að halda bifreiðahlunnindum skuli draga þau verðmæti frá heildarlaunum hans.