Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, gagnrýnir Magnús Geir Þórðarson, núverandi útvarpsstjóra, í forsíðuviðtali í tímaritinu MAN. Hann segir að ef aðhaldsaðgerðirnar sem farið var í í lok árs 2013 hafi verið mistök að mati nýs útvarpsstjóra þá hefði stjórnin átt að segja af sér sjálf þar sem Magnús var sjálfur í stjórn á þeim tíma.

Páll gagnrýnir þá ákvörðun að segja upp öllum framkvæmdastjórum RÚV í byrjun árs 2014 eftir að nýr útvarpsstjóri tók við. „Sú ákvörðun var ótrúlega kveifarleg af hálfu þeirra sem hana tóku. Það ber vott um mikinn skort á sjálfstrausti að treysta sér ekki til að vinna með öðru fólki en maður hefur sjálfur valið sér.

Ef stjórnin, þar með talinn sá sem lengi hafði verið í stjórninni en var nú orðinn útvarpsstjóri, mátu það nú sem svo að aðgerðirnar í nóvember hefðu með einhverjum hætti verið mistök þá hefði stjórnin sjálf átt að segja af sér.“

Í páskablaði MAN sem kemur út á morgun fer Páll yfir víðan völl og ræðir meðal annars starfslok sín á RÚV.

MAN
MAN