Nafni félagsins Páll Óskar ehf., sem er eins og nafnið gefur til kynna í eigu tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar, hefur nú verið breytt í Flottastur ehf. Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá var félagið stofnað árið 2008 en félagið heldur utan um tónlistarstarfsemi Páls Óskars.

Hagnaður þess fyrir árið 2011 nam tæpum 10 milljónum króna. Páll Óskar sagði í samtali við Viðskiptablaðið sl. haust að hagnaðurinn hefði að mestu komið til vegna sýningar hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árinu 2011. Ekki náðist í Pál Óskar við vinnslu fréttarinnar til að spyrja hann um ástæður nafnabreytingarinnar.