Páll Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember 2004. Páll mun m.a. sinna ráðgjöf, skjalagerð og úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna á verksviði ráðuneytisins, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar.

Páll Þórhallsson lauk embættisprófi í lögfræði árið 1995 og framhaldsnámi í stjórnskipunarrétti og mannréttindum frá háskólanum í Strassborg 1998. Hann hefur undanfarin sex ár starfað sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu og hefur m.a. starfað við stefnumótunarvinnu á sviði opinberrar stjórnsýslu.