Páll Skúlason, heimspekingur, fjallaði um réttlætingu skattlagningar í erindi sínu á skattadegi Félags löggiltra endurskoðenda. Þar ræddi hann um þær aðferðir sem hafa tíðkast við skattinnheimtu.

Einnig fjallaði hann um mikilvægi þess að borgarar líti á skatt sem hluta af því verkefni að byggja upp samfélag. Ekki að líta á þetta sem gjald fyrir að fá að búa og lifa í ákveðnu samfélagi.