Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson er launahæsti embættismaður landsins. Tekjur hans námu að jafnaði rúmri 2,5 milljónum króna á mánuði samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra.  Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpunnar, sem hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla vegna launamála innan Hörpunnar, er næst á lista. Tekjur hennar námu að jafnaði tæpum 2,1 milljónum króna á mánuði. Lista yfir tíu tekjuhæstu embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja má finna hér að neðan.

Tíu tekjuhæstu embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja

  1. Páll Matthíasson, forstj. Landspítala 2.507
  2. Svanhildur Konráðsd., forstjóri Hörpu 2.093
  3. Ólafía B. Rafnsdóttir, fv. aðstoðarm. fjármálaráðh. 2.076
  4. Gróa B. Jóhannesdóttir, fv. frkvstj. á Sjúkrahúsinu á Ak. 2.043
  5. Þórhallur Arason, fv. skrifststj. fjármálar. 2.042
  6. Þórsteinn Ragnarsson, forstj. kirkjugarða Rvk. 2.003
  7. Engilbert Guðmundsson, fv. frkvstj. Þróunarsamvst. Ísl. 1.961
  8. Kristbjörg Stephensen, borgarlögm. 1.954
  9. Helgi Bernódusson, skrifststj. Alþingis 1.948
  10. Tryggvi Gunnarsson, umboðsm Alþingis 1.878

Nánar er fjallað um málið í Tekjublaðinu, nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins. Hægt er að óska eftir áskrift að Frjálsri verslun með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected].