Endurskipulagning er eina ástæðan fyrir því að bankar geti haldið fyrirtækjum í sinni eigu í lengri tíma en 12 mánuði. Það er sá tími sem bönkum er heimilt að eiga í óskyldum rekstri nema þeir fái ákveðnar undanþágur.

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur,  segir aðrar ástæður eins og slæmt efnahagsástand eða of lágt verð ekki vera gildar fyrir áframhaldandi eignarhaldi.

Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um eignarhald bankanna og áhrif þess á samkeppni.