Ísgarðar, félag í eigu Pálma Jónssonar, hefur selt 17,5% hlut sinn í Emmessís til félagsins 1912, sem á dag á Emmessís að fullu.

Ísgarðar áttu þegar mest lét 89% hlut í félaginu árið 2019 og hefur Pálmi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá þeim tíma. Hann lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri og Hildur Erla Björgvinsdóttir tekur við í byrjun júní. Hildur Erla hefur verið mannauðsstjóri hjá 1912 en það félag er í eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og Kristínar Fenger.

Fjárfestingin er ekki sú eina í ísbransanum hjá félaginu að undanförnu því Kolka, móðurfélag 1912, keypti nýverið 50% hlut í Ísbúðinni Huppu .